Meirihlutaviðræður í Mosfellsbæ ganga vel.

Viðræður Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar um myndun meirihluta í Mosfellsbæ hófust í vikunni. Það var eindreginn vilji til þess að láta á það reyna að mynda meirihluta með þátttöku allra þessara framboða. Viðræður leiddu hins vegar í ljós að ekki er til staðar sá samhljómur sem við teljum nauðsynlegan. Þar af leiðandi hefur verið tekin sú erfiða ákvörðun að slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar.

Framsókn, Viðreisn og Samfylkingin héldu áfram viðræðum í dag og hafa þær gengið mjög vel. Við vonumst til þess að geta átt gott samstarf á komandi kjörtímabili við alla flokka til hagsbóta fyrir alla Mosfellinga.

Halla Karen Kristjánsdóttir, Lovísa Jónsdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir