Meirihlutaviðræður í Mosfellsbæ ganga vel.

Viðræður Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar um myndun meirihluta í Mosfellsbæ hófust í vikunni. Það var eindreginn vilji til þess að láta á það reyna að mynda meirihluta með þátttöku allra þessara framboða. Viðræður leiddu hins vegar í ljós að ekki er til staðar sá samhljómur sem við teljum nauðsynlegan. Þar af leiðandi hefur verið tekin sú erfiða ákvörðun að slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar.

Framsókn, Viðreisn og Samfylkingin héldu áfram viðræðum í dag og hafa þær gengið mjög vel. Við vonumst til þess að geta átt gott samstarf á komandi kjörtímabili við alla flokka til hagsbóta fyrir alla Mosfellinga.

Halla Karen Kristjánsdóttir, Lovísa Jónsdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir

Hvað segir Samfylkingin?

Hlustaðu á oddvita Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í umræðuþáttum í aðdraganda kosninganna.

Oddvitaumræður Mosfellsbær á RUV

Oddvitaumræða í Dagmálum á mbl.is

Mosfellingur hefur boðið oddvitum í Mosfellsbæ í spjall í beinni á Instagram. Þetta er gott og þarft framtak og samfélagsþjónusta hjá bæjarblaðinu. Hér er upptaka af spjallinu:

https://www.instagram.com/p/Cc6NINKo9Pm/?igshid=MDJmNzVkMjY%3D&fbclid=IwAR3jZ6_hcr_DGWTBKMro4Fw2x69PPCxDUn-2QeODDA_1QLx7CxH7f27Bx2s

Kosningastefnuskrá 2022

Stefnuskrá Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí verður birt hér á vefsíðunni sunnudaginn 1. maí.

Bæjarstjórnarkosningar 14. maí 2022

Undirbúningur fyrir kosningarnar í vor er í fullum gangi hjá okkur.  Dagana 21. til 26. mars verðum við með opna málefnafundi þangað sem áhugasamt jafnaðarfólk er hvatt til að mæta og koma sínum hugmyndum og hjartans málum á framfæri.

Fundirnir verða haldnir í félagsaðstöðunni okkar í Þverholti 3.

Dag- og tímasetningar má finna hér

Áskorun til Vinstri grænna um meirihlutaviðræður

Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna voru skilaboð um breytingar. Samfylkingin, Viðreisn, Vinir Mosfellsbæjar og Miðflokkur hafa sent VG áskorun um að ganga til viðræðna við þá flokka um meirihlutasamstarf.